
Kort og GPS
Hægt er að nota GPS-kerfið (global
positioning system) til að styðja
kortaforritið. Finndu út staðsetningu þína
eða mældu fjarlægðir og hnit.
Áður en hægt er að nota GPS-virkni á
símanum verður að para símann við
samhæfan GPS-móttakara sem notar
þráðlausa Bluetooth-tækni. Nánari
upplýsingar er að finna í handbók GPS-
tækisins.
Það getur tekið nokkrar mínútur fyrir
símann að birta upplýsingar um
staðsetningu eftir að hann hefur verið
paraður við Bluetooth GPS-tækið. Síðari
tengingar ættu að ganga hraðar fyrir sig
en ef þú hefur ekki notað GPS í nokkra
daga eða ert mjög langt frá þeim stað sem
þú notaðir það á síðast, getur það tekið
nokkrar mínútur að nema og birta
staðsetningu þína.